Guðmundur Jónsson

Verslunarrekstur umboðs- og heildverslun var ekki sá starfsvettvangur sem Guðmundur Jónsson valdi sér sem ungur maður. Hann nam trésmíði og starfaði sem smiður í nokkur ár, meðal annars í Noregi.

Í kjölfar vinnuslyss, en Guðmundur missti framan af þremur fingrum, ákvað hann að reyna fyrir sér á nýjum vettvangilm. Hann nýtti sér þau sambönd sem hann hafði komið sér upp í Noregi, auk þess sem hann ferðaðist töluvert um Norðurlönd, Þýskaland og England til að afla sér umboðs og viðskiptasambanda.

Árið 1919 markaði tímamót hjá Guðmundi en þá hóf hann rekstur umboðs- og heildverslunar og stofnsetti Verslunina Brynju við Laugaveginn.

Guðmundur seldi verslunina árið 1937 og beindi óskiptum kröftum sínum að umboðs- og heildsölu. Árið 1942 stofnsetti Guðmundur heildverslunina Vélar & Verkfæri ehf með syni sínum og tengdasonum og rak hana samhliða umboðs- og heildsölunni Guðmundur Jónsson. Guðmundur lést árið 1955.

Árið 1963 var umboðs- og heildsölunni Guðmundur Jónsson breytt í hlutafélag. Það sama ár tók núverandi framkvæmdastjóri, Sveinn H. Björnsson, við rekstri fyrirtækisins af Guðmundi S. Guðmundssyni en hann hafði tekið við rekstrinum eftir andlát föður síns og stofnanda fyrirtæksins, Guðmundar Jónssonar.

Guðmundur Jónsson ehf er fjölskyldufyrirtæki sem byggir á gömlum grunni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins og stjórnarmaður er Sveinn H. Björnsson sem er dóttursonur Guðmundar, stjórnarformaður er Anna Lárusdóttir sem einnig er barnabarn Guðmundar og þriðji stjórnarmaður er Björn V. Sveinsson langafabarn Guðmundar.

Fjöldi viðskiptatengsla fyrirtæksins hafa staðið í langan tíma og eru enn að eflast sbr Assa AB frá 1933 (það elsta frá 1926).

Tenglar