Frétt

24.2.2013

Paxton aðgangskerfi - Kynning 26. Febrúar 2013

Paxton er leiðandi framleiðandi aðgangskerfa fyrir allar stærðir af fasteignum með áherslu á einfaldleika í uppsetningu og notkun. Fyrirtækið var stofnað árið 1985 og hefur náð miklum árangri í sölu víða um heim. Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Bretlandi.

Með Net2 tölvutengda aðgangskerfinu frá Paxton er hægt að stjórna hundruðum eða þúsundum hurða fyrir allt að 50.000 notendur. Hægt er að stjórna hurðum með fyrirliggjandi nettengingum TCP/IP og þar af leiðandi fjölda bygginga á mismunandi stöðum. Net2 er byggt fyrir framtíðina þar sem auðvelt er að bæta við hurðum á hagkvæman hátt (sérstaklega með þráðlausum lesurum (on-line) sbr. Paxton PaxLock og Assa Abloy aperio). Uppfærslur á hugbúnaði eru fríar.

Hægt er að nota nándarlesara (hands free eða Mifare), kortalesara (segul), takkalása og flestar gerðir af lesurum frá öðrum framleiðendum sbr. HID iClass, Assa Abloy aperio iClass o.s.frv. Alhliða lausn á sanngjörnu verði.

<<Til baka

Tenglar